Myndskeið á vefnum

Grípandi tekur að sér að útbúa myndskeið til kynningar á vefnum:

  • Myndskeið á mörgum tungumálum.
  • Aðlögun yfir á íslensku á tilbúnum myndskeiðum.
  • Einföld kynningarmyndskeið.
  • Hreyfigrafík (motion graphics)
  • Hreyfigrafík – hraðþjónustsa
  • Gagnvirk myndskeið (interactive).

Dæmi um myndskeið

Hreyfigrafík

Einföld og ódýr myndskeið með hreyfigrafík (motion graphics). 96% af Fortune 500 fyrirtækjum í USA nota lausnina sem Grípandi býður. Byggð á tilbúnum, fljótlegum sniðmátum.

Sjáðu dæmi hér

Dæmi: Íslandsupplýsingar

Hér var búið til dæmi um kynningu á Íslandi. Útgáfurnar eru á níu tungumálum: Íslensku, ensku, frönsku, pólsku, lettnesku, litháensku, rúmensku, filippeyísku og taílensku. “Þulirnir” og talið eru tölvugerð.

Sjáðu myndskeiðin hér

Dæmi : Ímyndað hótel

Gerð voru stutt kynningarmyndskeið fyrir ímyndað hótel, “The Best Hotel”, á tíu tungumálum: Íslensku, ensku,  þýsku, spænsku, dönsku, sænsku, arabísku, hindí, kínversku og japönsku.

Sjáðu myndskeiðin hér

Gagnvirk myndskeið

Þegar myndskeið eru gagnvirk (e. interactive) þá stýrir áhorfandinn ferðinni, og velur hvaða kafla skal næst skoða úr valkostum. Þetta getur aukið áhorf og lækkað kostnað við að ná markmiði. 

Fáðu að vita meira

Dæmi: Aðlagað myndskeið

Hér voru tekin nokkur myndskeið um endurvinnslu sem voru upprunalega á grísku með enskum undirtexta. Íslenskur texti var gerður, íslenskt og enskt tal tekið upp, og skipt um tal og tónlist.

Sjáðu dæmi úr myndskeiðum hér

Dæmi: Matvæli

Væntanlegt sýnishorn um myndskeið sem er gert fyrir ímyndaðan framleiðanda að matvælum, til að auka viðskipti eða fræða, á nokkrum tungumálum. (Smelltu til að sjá eldra dæmi frá 2009).

Sjá myndskeið frá 2009

Hátæknibúnaður

Sýnishorn um myndskeið sem er gert um ímyndaðan hátækni tækjabúnað. Þetta gæti verið myndskeið til að ná í viðskipti, eða leiðbeiningar um notkun, á nokkrum tungumálum.

Væntanlegt

Snyrtivara

Sýnishorn um myndskeið sem er gert um ímyndað snyrtivörumerki. Gert í stærðarhlutföllum 16:9, 1:1 og 9:16 fyrir Youtube, Facebook, Facebook stories, Instagram, Pinterest, Tiktok o.s.frv.

Væntanlegt

Fyrri verk

Grípandi hóf starfsemi árið 2009, svo það er 12 ára reynsla undir beltinu.

Sjáðu dæmi um fyrri verk hér

Nýir möguleikar – lægri kostnaður – styttri tími

Lausnirnar sem eru boðnar hér eru af nýju tagi sem ekki hefur sést áður á Íslandi. Með notkun gervigreindar er hægt að búa til myndskeið með talsmönnum/kynnum (presenter/avatar), sem líta út eins og raunverulegar manneskjur og tala á fjölmörgum tungumálum. Tölvutæknin gerir kleift að gera þetta á styttri tíma og með mun lægri kostnaði en áður, án þess að það þurfi upptökustúdíó með búnaði og aðstoðarfólki, og leikara sem talar viðkomandi tungumál. Ef þarf að endurtaka eða breyta er það líka mun fljótlegra heldur en ef þyrfti að endurtaka allt saman í upptökustúdíói.

Hafðu samband – ræðum málin

Ertu með starfsemi sem getur bætt árangurinn með því að nota myndskeið? Hafðu endilega samband, það kostar ekkert að ræða málin. 

Síminn er 773 7100

tölvupóstur er video@gripandi.com

Einnig má senda skilaboð á Facebooksíðu: facebook.com/gripandi

Myndskeið á nokkrum tungumálum

Þarft þú að koma upplýsingum til fólks sem talar mismunandi tungumál? Grípandi býr til vefmyndskeið (og tengt myndefni) með útgáfum á íslensku, ensku og öðrum tungumálum með nýrri nálgun. Með því að nota vélalestur með gervigreind og sérþróað verkferli næst mun meiri hagkvæmni en áður. Vefmyndskeið á Youtube á eigin tungumáli viðkomandi geta haft mjög sterka stöðu gagnvart leitarvélabestun.

49508241-multi-ethnic-mockup-1350x1350

Kostir

76% af vefnotendum kjósa að fá upplýsingar, og kaupa vöru eða þjónustu á eigin tungumáli.

4 sinnum fleiri neytendur vilja horfa á myndskeið frekar en að lesa bara texta um vöruna eða þjónustuna.

Kaupendur á vefnum sem horfa á myndskeið um vöruna eru nærri 2 sinnum líklegri til að kaupa.

Aðeins fjórðungur af alþjóðlegum vefnotendum tala ensku, þrír fjórðu tala önnur tungumál.

Hvernig finna Leitarvélar myndskeið?

Ef þú vilt ná til fólks sem talar mismunandi tungumál er leitarvélabestun á Youtube sterkur leikur.

Mun líklegra er að myndskeið með leitarorðum á tungumáli viðkomandi komi fram í leit á Youtube og Google, enda samkeppnin oft minni.

Youtube er önnur stærsta leitarvélin á vefnum.

Google er eigandi Youtube og sýnir oft myndskeið á niðurstöðusíðu vefleitar á Google.

34539333-cut-diverse-people-digital-devices-wireless-communication-concept copy

Frekari upplýsingar

Hér finnur þú frekari upplýsingar um fjórar grunngerðir myndskeiða, um kynna (persónur/avatars) sem eru í boði, gerð mynda, texta og hljóða, þrjár gerðir notenda, um vandlega úthugsaða verkferla, og fjölda tungumála sem gera má myndskeið á.

Smelltu hér til að sjá frekari upplýsingar

Möguleikar á samstarfi

Rekstraraðili Grípandi er ekki grafískur hönnuður að mennt, en var hins vegar listaskólanemandi og hefur hannað alla tíð. Fyrir hendi er geta til að vinna einfalda hönnun, en sú geta er ekki af sama tagi og hjá menntuðum grafískum hönnuði. Fyrir fyrirtæki sem eru með skíra stefnu um grafískt viðmót, og fyrir grafísk hönnunarfyrirtæki sem vilja láta búa til myndskeið á fjölda tungumála, eða aðlaga einfalda hreyfigrafík, eða gera gagnvirk myndskeið, þá er sjálfsagt mál að vera í samstarfi um hönnunar og stílíseringarþáttinn.

Hafðu samband

Grípandi er tengt Marktak verkefnastofu sem býður þjónustu við vinnslu verkefna á sviði markaðsmála, rannsókna og rekstrar.

Fjölbreytt verksvið: Viðskiptafræðingur með bakgrunn í verkefnavinnu, vöruþróun, skipulagningu rekstrar, rannsóknum og úrvinnslu upplýsinga, myndlistarnámi og hönnun, videogerð fyrir vefinn, vefgerð, blaðamennsku, textagerð, textaskrifum á ensku og þýðingum, sölumennsku, og markaðsmálum á vefnum.

Sjá vef Marktak hér.