Gagnvirk myndskeið (interactive)

Í gagnvirkum myndskeiðum horfir áhorfandinn á fyrsta hluta myndskeiðs, og fær svo nokkra valkosti um hvaða hluta skuli horfa á næst. Þegar búið er að horfa á þann hluta sem var valinn er hægt að bjóða næsta hluta, eða bjóða að senda inn fyrirspurn, skrá sig á póstlista, eða kaupa vöru.

Með gagnvirku myndskeiði hefur áhorfandinn meiri stjórn á atburðarásinni. Það hefur sýnt sig að gangvirkt myndskeið, frekar en bara venjulegt myndskeið þar sem allir horfa á sama myndskeiðið, getur leitt til lengra áhorfs, minna er um að fólk yfirgefi körfu í verslun á netinu án þess að borga, og getur verið líklegra til að gera það sem vonast er til, hvort sem það er að kaupa vöru, leggja inn pöntun, slá inn tölvupóstfang, eða annað. Þarna getur munað miklu. 

Grípandi er komið með lausn til að bjóða upp á gagnvirk myndskeið. Þessi myndskeið er hægt að krækja inn (“embed”) inn á vef fyrirtækis eða stofunar, líkt og hægt er að gera við Youtube myndbönd. Því er hægt að bjóða gagnvirka myndskeiðsupplifun beint á vef viðkomandi. Einnig er hægt að skoða myndskeiðin á sérstakri sýningarsíðu.

Dæmi um gagnvirkt myndskeið, gert af Grípandi, verður sett hér inn mjög fljótlega.

Þangað til getur þú skoðað hvernig hin gagnvirka lausn er notuð hjá nokkrum aðilum sem nota þessa lausn í Bandaríkjunum:

Á forsíðu Collective Age Media í Detroit, USA.

Á forsíðu Lunar Branding

Á vefsíðu EngageMoreCRM

Myndskeið á vef HSI, um Active Shooter Training (aðeins neðar á síðunni, með fyrirsögn “Learn how to react in emergency”).

Fyrir miðri síðu á vef AaronThompkins.com eru þrjú gagnvirk myndskeið. Það sem er í annarri röð til vinstri er hægt að horfa á, en til að horfa á það efsta og það til hægri í annarri röð þarf að slá inn nafn og tölvupóst.

Hefurðu áhuga á að láta vinna myndskeið?

Hafðu endilega samband – ræðum málin. 

Síminn er 773 7100

tölvupóstur er video@gripandi.com

Einnig má senda skilaboð á Facebooksíðu: facebook.com/gripandi

Dæmi um myndskeið

Hreyfigrafík

Einföld og ódýr myndskeið með hreyfigrafík (motion graphics). Byggð á fyrirfram tilbúnum sniðum sem má aðlaga. 96% af Fortune 500 fyrirtækjum í USA nota lausnina sem Grípandi býður.

Sjáðu dæmi hér

Dæmi: Íslandsupplýsingar

Hér var búið til dæmi um kynningu á Íslandi. Útgáfurnar eru á níu tungumálum: Íslensku, ensku, frönsku, pólsku, lettnesku, litháensku, rúmensku, filippeyísku og taílensku. “Þulirnir” og talið eru tölvugerð.

Sjáðu myndskeiðin hér

Dæmi : Ímyndað hótel

Gerð voru stutt kynningarmyndskeið fyrir ímyndað hótel, “The Best Hotel”, á tíu tungumálum: Íslensku, ensku,  þýsku, spænsku, dönsku, sænsku, arabísku, hindí, kínversku og japönsku.

Sjáðu myndskeiðin hér

Gagnvirk myndskeið

Þegar myndskeið eru gagnvirk (e. interactive) þá stýrir áhorfandinn ferðinni, og velur hvaða kafla skal næst skoða úr valkostum. Þetta getur aukið áhorf og lækkað kostnað við að ná markmiði. 

Fáðu að vita meira

Dæmi: Aðlagað myndskeið

Hér voru tekin nokkur myndskeið um endurvinnslu sem voru upprunalega á grísku með enskum undirtexta. Íslenskur texti var gerður, íslenskt og enskt tal tekið upp, og skipt um tal og tónlist.

Sjáðu dæmi úr myndskeiðum hér

Dæmi: Matvæli

Væntanlegt sýnishorn um myndskeið sem er gert fyrir ímyndaðan framleiðanda að matvælum, til að auka viðskipti eða fræða, á nokkrum tungumálum. (Smelltu til að sjá eldra dæmi frá 2009).

Sjá myndskeið frá 2009

Hátæknibúnaður

Sýnishorn um myndskeið sem er gert um ímyndaðan hátækni tækjabúnað. Þetta gæti verið myndskeið til að ná í viðskipti, eða leiðbeiningar um notkun, á nokkrum tungumálum.

Væntanlegt

Snyrtivara

Sýnishorn um myndskeið sem er gert um ímyndað snyrtivörumerki. Gert í stærðarhlutföllum 16:9, 1:1 og 9:16 fyrir Youtube, Facebook, Facebook stories, Instagram, Pinterest, Tiktok o.s.frv.

Væntanlegt

Fyrri verk

Grípandi hóf starfsemi árið 2009, svo það er 12 ára reynsla undir beltinu.

Sjáðu fyrri verk hér