Fjórar grunn gerðir myndskeiða

1 – Myndskeið, grafík og texti

Myndskeið gert úr myndskeiðsbrotum, ásamt ljósmyndum og grafík. Textabrot á skjá, og tölvulesinn texti, með undirtexta (subtitles) ef vill, á völdum tungumálum.

2 – Ljósmyndir og texti

Myndskeið sett saman úr ljósmyndum og grafík. Textabrot á skjá, og tölvulesinn texti, með undirtexta (subtitles) ef vill, á völdum tungumálum.

3 – Skjátexti

Myndskeið gert með texta á skjá, tölvulesinn texti á völdum tungumálum.

4 – Áður gert myndskeið aðlagað

Myndskeið sem er þegar tilbúið. Hér má setja nýja hljóðrás með tölvulestri, og setja inn undirtexta (captions), á völdum tungumálum.

Kynnarnir (persónur)

Þessa stundina hefur Grípandi aðgang að kynnum (persónum, á ensku nefndar “avatars”) af fimm mismunandi gerðum. Þetta eru kynnarnir sem tala, og eru kynnarnir tölvuteiknaðir eða tölvuunnir með hjálp gervigreindar (AI), og talið er tölvugert. Bestu gæðin í tali eru með “neural” tækni, en þá er tölvugert talið nánast óaðgreinanlegt frá tali hjá lifandi manneskju.

Framboðið og skilyrði fyrir notkun eru mismunandi. Almennt eru skilyrði fyrir notkun að ekki má láta kynnana tala um efni sem eru ósiðleg, ólögleg, o.s.frv. og í einu tilviki þarf að tékka af efnið áður en leyfi er gefið.

Við sýnishornamyndskeiðin á vefnum kemur fram af hvaða gerð viðkomandi persóna er (Lifandi, hágæða 1, hágæða 2, teiknuð, og ljósmyndagrunnur kyrrstæður). Hér er yfirlit yfir þessi atriði:

Lifandi grunnur (videoupptaka af persónum)

Hér eru 70 kynnar í boði, af báðum kynjum og á mismunandi aldri. Þessir byggja á videoupptökum sem tölvan lætur svo tala. Hægt er að hlaða upp hljóðskrá af tali, eða skrifa inn texta sem tölvukerfið breytir í tal, á ýmsum tungumálum. Þessi myndskeið eru í HD upplausn (720×1280 pixels), sem er nokkuð gróft. Vænanlegt er að þau séu í Full HD (1080×1920 pixels) sem eru betri gæði. Ekki eru takmarkanir á magni í hverjum mánuði sem Grípandi getur gert.

Þessi aðili býður líka það sem þeir kalla “talking faces” sem þýðir að talandi manneskja er ekki hluti af myndskeiði, heldur birtist neðst á tölvuskjánum/vefsíðunni sjálfri, og er hægt að nota til ýmissa hluta. Grípandi er ekki með áskrift að þessari þjónustu en það má skoða það ef áhugi er á.

Hér sést dæmi um persónur sem eru í boði, hluti af 70:

Hágæða 1

Hágæða 1 er leiðandi aðili á þessu sviði. Gæðin á persónum eru mjög góð. Eins og í Lifandi grunni er byggt á videoupptökum þar sem tölvan býr svo til talið með gervigreind. Hér eru um 50 kynnar í boði. Hægt er að flytja hljóðskrá inn, en einnig texta sem persónan talar, á mörgum tungumálum.

Hér eru allnokkrar hömlur á því efni sem má búa til, en það eru litlar líkur á að það sé verið að búa til efni hjá Grípandi sem er ekki leyfilegt.

Grípandi er þessa stundina með takmarkaða áskrift og getur aðeins gert takmarkað magn af myndskeiðum á mánuði, en er að gera fyrirspurn um verð á ótakmarkaðri “enterprise” áskrift (desember 2021). 

Hér sést dæmi um persónur sem eru í boði af Hágæða 1 gerð, hluti af 50:

Hágæða 2

Þessi býður hágæða persónur, sem eru byggðar á videogrunni eins og Hágæða 1.

Hér er aðeins í boði að talað sé á ensku. Hægt er að hlaða upp hljóðskrá, eða skrifa texta sem tölvan býr til tal úr. Efnið er athugað af starfsmanni áður en gerð myndskeiðs er samþykkt, og nokkuð stífar reglur eru um hvað má láta persónuna tala um.

Í ráði er að bjóða fleiri tungumál “soon”. Hér eru færri persónur í boði en í hinum valkostunum, en fleiri persónur eru væntanlegar “soon”.

Hér eru minni takmörk varðandi magn efnist sem gert er í mánuði heldur er er (þessa stundina) af gerðinni Hágæða 1, enda Grípandi með ótakmarkaða áskrift.

Hér má sjá yfirlit af persónum af gerð Hágæða 2 sem eru í boði (desember 2021) og persónum sem eru væntanlegar – “coming soon”.

3-D grafík og teiknaðar “cartoon” persónur, kyrrstæðar.

Hér eru teknar 3-D tölvuteikanaðar myndir eða teiknuð andlit (“cartoon”), og tölvuhugbúnaður lætur þær tala. Þessar persónur eru því ekki byggðar á uppteknu myndskeiði eins og gerðirnar þrjár að ofan. Þær eru því ekki eins lifandi og raunverulegar og gerðirnar að ofan sem byggja á uppteknu myndskeiði.

Þar sem þetta eru ekki myndir af raunverulegum manneskjum, og myndskeiðin eru gerð beint af Grípandi, eru minni takmörk á því hvað er hægt að láta persónurnar segja. Grípandi áskilur sér samt rétt til að hafna einhliða efni sem Grípandi telur óviðurkvæmilegt.

Engin takmörk eru á magni af efni sem Grípandi getur gert á mánuði, eða lengd myndskeiða.

Hér má smá þær persónur, teiknaðar og 3-D tölvuteiknaðar, sem eru í boði:

Persónur byggðar á ljósmyndum, kyrrstæðar.

Þessar persónur eru útbúnar af Grípandi beint. Þær eru unnar þannig að teknar eru fjórar ljósmyndir af raunverulegu fólki, og þær látnar renna saman í eina mynd með “morphing” tölvutækni. Svo er bætt við hári sem er af fimmtu persónunni, og loks er bætt við búk undir í fatnaði, sem er af sjöttu persónunni.

Úr þessu verða nokkuð sérkennilega stöðluð og yfirmáta fáguð mynd af manneskju, sem er þó raunverulegri en teiknuðu/3-D teiknuðu persónurnar hér næst fyrir ofan, enda byggð á ljósmyndum. En þessi “persóna” er ekki til í raunveruleikanum sem slík, þar sem andlitið tilheyrir ekki einni lifandi manneskju. Ekki er hægt að greina vel hvaða persónum andlitið er byggt á, þar sem um er að ræða fjögur andlit en ekki tvö. Að láta fjórar persónur renna saman í eina gerir að verkum, að persónusérkenni þurrkast næstum alveg út.

Þar sem þetta er ekki manneskja á myndinni sem hægt er að rekja hver er, eru minni takmörk varðandi hvað hægt er að láta persónuna tala um, enda minni hætta hvað varðar persónuvernd. Þetta gæti átt við um kynningar á vörum sem tiltekinn einstaklingur er ekki endilega sáttur við. Grípandi áskilur sér samt rétt til að hafna einhliða efni sem Grípandi telur óviðurkvæmilegt.

Engin takmörk eru á magni af efni sem Grípandi getur gert á mánuði, eða lengd myndskeiða. Hægt er að láta persónur tala mörg tungumál, enda er hljóðskrá hér notuð, en ekki skrifaður texti.

Hér undir eru tvö dæmi um svona “samrunapersónur”, hvor um sig gerð úr fjórum ljósmyndum.

Myndir, texti og hljóð

Einnig má nota þessa verkferla til að búa samhliða til myndir fyrir samfélagsmiðla, um viðkomandi efni á viðkomandi tungumálum, í þeim stærðum og gerðum sem miðlarnir kalla á. Þessar myndir geta verið í stærðarhlutföllum 1:1, 16;9, 1;1,5, eða annað.

Auk þess er hægt að móta verkferlana til að sníða til texta, til dæmis lýsingartexta fyrir myndskeið á Youtube eða texta á Instagram, um viðkomandi efni á viðkomandi tungumálum.

Einnig má útbúa hljóðskrár, hljóðbækur eða hlaðvörp, með þeim þýddu textum sem um ræðir, ef það hentar.

Þrjár grunn gerðir notenda

Myndskeið fyrir fjöltyngda gesti og viðskiptavini

 • Sölu- og kynningarmyndskeið
 • Gestir boðnir velkomnir
 • Staðarupplýsingar
 • Öruggt ferðalag og akstur

Myndskeið fyrir fjöltyngda notendur vöru og þjónustu

 • Sölu- og kynningarmyndskeið
 • Notendaleiðbeiningar
 • Öryggismyndskeið
 • Aðrar upplýsingar

Myndskeið fyrir fjöltyngt starfsfólk og undirverktaka

 • Leiðbeiningar um vinnustað
 • Leiðbeiningar um starfshætti
 • Öryggismyndskeið
 • Aðrar upplýsingar

Tungumál

Á hvaða tungumálum getur Grípandi gert myndskeið?

Sannast sagna lætur nærri að hægt sé að svara því þannig að líklega sé hægt að gera myndskeið á líklega öllum tungumálum sem þörf kann að vera á.

Grípandi notast við tvær mismunandi þjónustur til að búa til tölvugert tal. Grípandi getur gert hljóðskrár á um 60 tungumálum, og eru oft margar raddir, karla og kvenna, í tungumáli. Heildarfjöldi radda er því líklega um 300-500 (ég hef ekki talið).

Studio shot of diverse group of multi ethnic friends using laptop on wooden table together with friends watching at the back

Vandlega úthugsaðir verkferlar

Þessir verkferlar eru þróaðir hjá Grípandi til notkunar í frumkvöðlaverkefni, en geta nýst mörgum öðrum og er því þjónustan boðin hér. 

Verkferlarnir byggja á ferilgreiningu (process analysis and process design), altækri gæðastjórnun (TQM – total quality management), með áherslu á mjög nákvæma vinnslu upplýsinga sem gefur hágæða framleitt efni, hratt og örugglega, án ruglings eða mistaka.

Fyrir verkefni af þessu tagi þarf “hráefni” frá viðskiptavin, myndir, myndskeiðsbrot, og texta. Textana þarf að þýða yfir á þau tungumál sem við á, og er leiðin til þess valin eftir flækjustigi og öryggisstigi verkefnisins.

Hagstætt fyrir stór verkefni

Þessir sérþróuðu verkferlar hafa sérstaka kosti ef það þarf að búa til stóra skammta af efni. Til dæmis nokkuð margar einingar/vörur, sem á að búa til margskonar myndskeið og myndefni fyrir mismunandi miðla um, á nokkrum tungumálum.

Til dæmis ef það eru 10 vörur, þjónusta eða umfjöllunarefni, tvennskonar form af myndskeiði og myndir fyrir samfélagsmiðla til viðbótar auk “thumbnail” fyrir Youtube, samtals 6 einingar, og þetta sett fram á 8 tungumálum, þá þarf að búa til 10 x 6 x 8 = 160 myndskeið og 320 myndir, samtals 480 einingar. Þessir sérþróuðu verkferlar gera slíkt stórverkefni raunhæft, fljótlegt og hagkvæmt. Það er, í samanburði við ef ætti að framleiða 160 myndskeið og 320 myndir með hefðbundnum verkferlum, sem væri tímafrekt og mun dýrara.

Grípandi er tengt Marktak verkefnastofu sem býður þjónustu við vinnslu verkefna á sviði markaðsmála, rannsókna og rekstrar.

Sverrir Sv. Sigurðarson, viðskiptafræðingur.

Fjölbreytt verksvið: Viðskiptafræðingur með bakgrunn í verkefnavinnu, vöruþróun, skipulagningu rekstrar, rannsóknum og úrvinnslu upplýsinga, myndlistarnámi og hönnun, videogerð fyrir vefinn, vefgerð, blaðamennsku, textagerð, textaskrifum á ensku og þýðingum, sölumennsku, og markaðsmálum á vefnum.

Sjá vef Marktak hér.

Dæmi um myndskeið

Hreyfigrafík

Einföld og ódýr myndskeið með hreyfigrafík (motion graphics). Byggð á fyrirfram tilbúnum sniðum sem má aðlaga. 96% af Fortune 500 fyrirtækjum í USA nota lausnina sem Grípandi býður.

Sjáðu dæmi hér

Dæmi: Íslandsupplýsingar

Hér var búið til dæmi um kynningu á Íslandi. Útgáfurnar eru á níu tungumálum: Íslensku, ensku, frönsku, pólsku, lettnesku, litháensku, rúmensku, filippeyísku og taílensku. “Þulirnir” og talið eru tölvugerð.

Sjáðu myndskeiðin hér

Dæmi : Ímyndað hótel

Gerð voru stutt kynningarmyndskeið fyrir ímyndað hótel, “The Best Hotel”, á tíu tungumálum: Íslensku, ensku,  þýsku, spænsku, dönsku, sænsku, arabísku, hindí, kínversku og japönsku.

Sjáðu myndskeiðin hér

Gagnvirk myndskeið

Þegar myndskeið eru gagnvirk (e. interactive) þá stýrir áhorfandinn ferðinni, og velur hvaða kafla skal næst skoða úr valkostum. Þetta getur aukið áhorf og lækkað kostnað við að ná markmiði. 

Fáðu að vita meira

Dæmi: Aðlagað myndskeið

Hér voru tekin nokkur myndskeið um endurvinnslu sem voru upprunalega á grísku með enskum undirtexta. Íslenskur texti var gerður, íslenskt og enskt tal tekið upp, og skipt um tal og tónlist.

Sjáðu dæmi úr myndskeiðum hér

Dæmi: Matvæli

Væntanlegt sýnishorn um myndskeið sem er gert fyrir ímyndaðan framleiðanda að matvælum, til að auka viðskipti eða fræða, á nokkrum tungumálum. (Smelltu til að sjá eldra dæmi frá 2009).

Sjá myndskeið frá 2009

Hátæknibúnaður

Sýnishorn um myndskeið sem er gert um ímyndaðan hátækni tækjabúnað. Þetta gæti verið myndskeið til að ná í viðskipti, eða leiðbeiningar um notkun, á nokkrum tungumálum.

Væntanlegt

Snyrtivara

Sýnishorn um myndskeið sem er gert um ímyndað snyrtivörumerki. Gert í stærðarhlutföllum 16:9, 1:1 og 9:16 fyrir Youtube, Facebook, Facebook stories, Instagram, Pinterest, Tiktok o.s.frv.

Væntanlegt

Fyrri verk

Grípandi hóf starfsemi árið 2009, svo það er 12 ára reynsla undir beltinu.

Sjáðu fyrri verk hér