Fyrri verk

Grípandi var hleypt af stokkunum árið 2009, og hefur verið framleitt efni öðru hvoru gegnum tíðina. Hér undir er sýnishorn af þessu.

Myndskeið fyrir Hringrás – 2012 og 2013

Myndskeið fyrir Flugeldahljod.com – 2016

Prevent Fear kynningarmyndskeið – 2014

Dufauna Raining Cats and Dogs – 2018

Dufauna jólaauglýsingar – 2019

Look: Viking! auglýsingar – 2019

Look: Viking! skjámyndskeið af sköpun á slæðu – 2017

Harpa tónlistarhús á vígsludaginn – 2011

Myndskeið fyrir Hringrás hf.

Grípandi vann á árunum 2012 og 2013 fjögur myndskeið fyrir Hringrás hf. Myndskeiðin fjalla um endurvinnslu og umhverfismál sem voru gerð til sýninga fyrir grunnskólabörn á Íslandi. Myndskeiðin voru sett á vefinn og einnig á DVD diska sem dreift var í alla grunnskóla á landinu. Grípandi sá um allt í gerð myndskeiðsins, nema að Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, las textann.

Myndskeiðin hér undir eru:

Hringrás hráefna í öllum tækjum og hlutum

Málmar eru málið

Endurvinnsla á rafhlöðum

Spilliefni

Play Video
Play Video
Play Video
Play Video

Myndskeið fyrir Flugeldahjóð gerð “örugg”

Á vefnum Flugeldahljod.com geta gæludýra- og hestaeigendur notað frítt kerfi til að hjálpa gæludýrum sínum að vinna á hræðslu við flugelda, sem geta valdið þeim mikilli skelfingu og vandræðum um áramót. Grípandi gerði árið 2016 grunn fræðslumyndskeið um þessa hræðslu, og leiðina til að vinna á henni, og gerði útgáfur fyrir mismunandi gerðir af dýrum. Þetta var svipuð aðferð og þegar gert er grunn myndskeið og svo útgáfur í mismunandi tungumálum.

Hér undir eru myndskeið fyrir hunda og hesta, en einnig voru gerð sérstök mynskeið fyrir ketti, fugla, smádýr, og fyrir heimili með nokkrar mismunandi gerðir gæludýra.

Myndskeið fyrir Prevent Fear

Prevent Fear er “noise phobia therapy” lausn sem hefur verið í þróun, og er svipaðs eðlis og nýja aðferðin sem er aðgengileg á vefnum Flugeldahljod.com. Gerð voru kynningarmyndskeið fyrir þessa lausn árið 2014. Þetta var gert fyrir nokkrar gerðir gæludýra, og eru tvö dæmi um þetta hér undir.

Myndskeið fyrir DuFauna

Dufauna er hönnunarmerki sem býður vörur sem tengjast hundum, köttum og hestum. Grípandi gerði kynningarmyndskeið um skartgripi fyrir vef DuFauna.

Play Video

Myndskeið fyrir Look: Viking!

Look: Viking! er hönnunarmerki sem býður vörur sem eru hannaðar undir beinum áhrifum frá list víkingaaldar. Notast er við mynstur og form sem fundist hafa á fornum gripum sem grafnir hafa verið upp. Á víkingaöld voru sex stílar, sem voru áberandi frá upphafi tímabilisins kringum árið 790, og til loka víkingaaldar kringum árið 1080.

Hér undir eru kynningarmyndkseið sem gerð voru fyrir Look: Viking! Efst er kynningarmyndskeið, og svo stutt myndskeið til að kynna slæðuhönnun, efst í Broa stíla (sem var virkur árin 790 til 850), Borre stíl (árin 850-950), og loks Jellinge stíl (árin 900-980).

Play Video
Play Video
Play Video
Play Video

Beint streymi: Sköpun litasamsetningar

30. desember 2017 var Sverrir að búa til litasamsetningu á slæðu í Broa stíla, og var verkið unnið í beinu videostreymi á Facebook. Þetta kallaði hann “Live Stream Design”, sem var hugtak sem ekki var til þá. Til að kynna þetta hugtak var settur upp vefurinn LiveStreamDesign.com. Verkið tók 1 klst og 15 mínútur, en í myndskeiðinu hér undir er ferlið stytt niður í 7 mínútur.

Play Video

Vígsla Hörpu tónlistarhúss

Að lokum er hér myndskeið sem var tekið upp þegar Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús í Reykjavík var tekið í notkun, og almenningi var leyft að skoða húsið. Þetta var 21. ágúst 2011. Lýsing með myndskeiðinu á Youtube: “Þetta myndskeið sýnir ljósin í glerhjúp Hörpunnar. Það var tekið laugardagskvöldið 21. ágúst 2011 á menningarnótt, á klukkutímanum eftir að Harpa var vígð. Glerhjúpurinn er sköpunarverk Ólafs Elíassonar listamanns og hans fólks, sem kunnugt er. Margflötungaformin voru upphaflega þróuð af Einari Þorsteini arkitekt, en lýsingin og skuggamyndir á torginu framan við bygginguna var hönnuð af Guðjóni L. Sigurðssyni ljósahönnuði hjá Verkís í Reykjavík. Myndskeiðið er fáanlegt í háskerpu (HD), stillingar eru niðri til hægri á videoskjánum – smelltu á 720p fyrir bestu gæði. Tónlistin er Meditation, fiðlutónarnir sem spilaðir eru milli atriða í öðrum þætti óperunnar Thaïs eftir Jules Massenet. Tónlistin hefur flutningsréttindi – royalty free – og er keypt í slíkum tilgangi (www.premiumbeat.com). Meditation reyndist vera jafn langt og myndskeiðið eftir fyrstu grófklippingu, svo ég notaði tónlistina enda (myndskeiðið var tilbúið í útkeyrslu 24 klst eftir upptöku).”
Play Video

Hefurðu áhuga á að láta vinna myndskeið?

Hafðu endilega samband – ræðum málin. 

Síminn er 773 7100

tölvupóstur er video@gripandi.com

Einnig má senda skilaboð á Facebooksíðu: facebook.com/gripandi

Dæmi um myndskeið

Hreyfigrafík

Einföld og ódýr myndskeið með hreyfigrafík (motion graphics). Byggð á fyrirfram tilbúnum sniðum sem má aðlaga. 96% af Fortune 500 fyrirtækjum í USA nota lausnina sem Grípandi býður.

Sjáðu dæmi hér

Dæmi: Íslandsupplýsingar

Hér var búið til dæmi um kynningu á Íslandi. Útgáfurnar eru á níu tungumálum: Íslensku, ensku, frönsku, pólsku, lettnesku, litháensku, rúmensku, filippeyísku og taílensku. “Þulirnir” og talið eru tölvugerð.

Sjáðu myndskeiðin hér

Dæmi : Ímyndað hótel

Gerð voru stutt kynningarmyndskeið fyrir ímyndað hótel, “The Best Hotel”, á tíu tungumálum: Íslensku, ensku,  þýsku, spænsku, dönsku, sænsku, arabísku, hindí, kínversku og japönsku.

Sjáðu myndskeiðin hér

Gagnvirk myndskeið

Þegar myndskeið eru gagnvirk (e. interactive) þá stýrir áhorfandinn ferðinni, og velur hvaða kafla skal næst skoða úr valkostum. Þetta getur aukið áhorf og lækkað kostnað við að ná markmiði. 

Fáðu að vita meira

Dæmi: Aðlagað myndskeið

Hér voru tekin nokkur myndskeið um endurvinnslu sem voru upprunalega á grísku með enskum undirtexta. Íslenskur texti var gerður, íslenskt og enskt tal tekið upp, og skipt um tal og tónlist.

Sjáðu dæmi úr myndskeiðum hér

Dæmi: Matvæli

Væntanlegt sýnishorn um myndskeið sem er gert fyrir ímyndaðan framleiðanda að matvælum, til að auka viðskipti eða fræða, á nokkrum tungumálum. (Smelltu til að sjá eldra dæmi frá 2009).

Sjá myndskeið frá 2009

Hátæknibúnaður

Sýnishorn um myndskeið sem er gert um ímyndaðan hátækni tækjabúnað. Þetta gæti verið myndskeið til að ná í viðskipti, eða leiðbeiningar um notkun, á nokkrum tungumálum.

Væntanlegt

Snyrtivara

Sýnishorn um myndskeið sem er gert um ímyndað snyrtivörumerki. Gert í stærðarhlutföllum 16:9, 1:1 og 9:16 fyrir Youtube, Facebook, Facebook stories, Instagram, Pinterest, Tiktok o.s.frv.

Væntanlegt

Fyrri verk

Grípandi hóf starfsemi árið 2009, svo það er 12 ára reynsla undir beltinu.

Sjáðu fyrri verk hér