Íslenskun á erlendum myndskeiðum

Stundum hafa aðilar aðgang að myndskeiðum, til upplýsinga og fræðslu til dæmis, hjá erlendum byrgjum og samstarfsaðilum, sem þeir hafa leyfi til að láta færa yfir á íslensku. Hér undir er dæmi um slíkt.

Play Video
Play Video
Play Video
Play Video
Play Video

Aðlöguð myndskeið um endurvinnslu

Hér voru tekin nokkur myndskeið um endurvinnslu á raf- og rafeindatækjaúrgangi. Unnið var fyrir Úrvinnslusjóð.

Myndskeiðin voru gerð í Grikklandi á vegum Infocycle, með styrk frá Evrópusambandinu. Þau voru upprunalega á grísku með enskum undirtexta.

Textinn var þýddur á íslensku af Grípandi, og íslenskt og enskt tal tekið upp. Sverrir las íslenska textann, en fenginn var “voice over”-lesari í Bretlandi fyrir enska talið. Skipt var um hljóðrás með tali og tónlist, og texti á skjá einnig uppfærður eftir þörfum

Með þessu urðu til útgáfur á íslensku og ensku, til viðbótar við upprunalega útgáfu sem var á grísku.

Hér undir eru bútar. Hvert dæmi er með hlutum úr þessum þremur útgáfum.

Hefurðu áhuga á að aðlaga myndskeið?

Hafðu endilega samband – ræðum málin. 

Síminn er 773 7100

tölvupóstur er video@gripandi.com

Einnig má senda skilaboð á Facebooksíðu: facebook.com/gripandi

Dæmi um myndskeið

Hreyfigrafík

Einföld og ódýr myndskeið með hreyfigrafík (motion graphics). Byggð á fyrirfram tilbúnum sniðum sem má aðlaga. 96% af Fortune 500 fyrirtækjum í USA nota lausnina sem Grípandi býður.

Sjáðu dæmi hér

Dæmi: Íslandsupplýsingar

Hér var búið til dæmi um kynningu á Íslandi. Útgáfurnar eru á níu tungumálum: Íslensku, ensku, frönsku, pólsku, lettnesku, litháensku, rúmensku, filippeyísku og taílensku. “Þulirnir” og talið eru tölvugerð.

Sjáðu myndskeiðin hér

Dæmi : Ímyndað hótel

Gerð voru stutt kynningarmyndskeið fyrir ímyndað hótel, “The Best Hotel”, á tíu tungumálum: Íslensku, ensku,  þýsku, spænsku, dönsku, sænsku, arabísku, hindí, kínversku og japönsku.

Sjáðu myndskeiðin hér

Gagnvirk myndskeið

Þegar myndskeið eru gagnvirk (e. interactive) þá stýrir áhorfandinn ferðinni, og velur hvaða kafla skal næst skoða úr valkostum. Þetta getur aukið áhorf og lækkað kostnað við að ná markmiði. 

Fáðu að vita meira

Dæmi: Aðlagað myndskeið

Hér voru tekin nokkur myndskeið um endurvinnslu sem voru upprunalega á grísku með enskum undirtexta. Íslenskur texti var gerður, íslenskt og enskt tal tekið upp, og skipt um tal og tónlist.

Sjáðu dæmi úr myndskeiðum hér

Dæmi: Matvæli

Væntanlegt sýnishorn um myndskeið sem er gert fyrir ímyndaðan framleiðanda að matvælum, til að auka viðskipti eða fræða, á nokkrum tungumálum. (Smelltu til að sjá eldra dæmi frá 2009).

Sjá myndskeið frá 2009

Hátæknibúnaður

Sýnishorn um myndskeið sem er gert um ímyndaðan hátækni tækjabúnað. Þetta gæti verið myndskeið til að ná í viðskipti, eða leiðbeiningar um notkun, á nokkrum tungumálum.

Væntanlegt

Snyrtivara

Sýnishorn um myndskeið sem er gert um ímyndað snyrtivörumerki. Gert í stærðarhlutföllum 16:9, 1:1 og 9:16 fyrir Youtube, Facebook, Facebook stories, Instagram, Pinterest, Tiktok o.s.frv.

Væntanlegt

Fyrri verk

Grípandi hóf starfsemi árið 2009, svo það er 12 ára reynsla undir beltinu.

Sjáðu fyrri verk hér